Svalahandrið
Hreinar línur og traust bygging
Við hjá Álkerfi ehf. bjóðum fjölbreytt úrval ál- og glersvalahandriða – allt frá einföldum lausnum til sérhannaðra verkefna fyrir arkitekta og verktaka. Öll handrið eru smíðuð samkv. byggingarreglugerð 112/2012 og framleidd úr vönduðu áli: Burðarvirki: Úr EN-AW 6082 og 6060 T6 álblöndu (EN 755-9)
Litað eftir þínum óskum: RAL litakerfið býður upp á nánast ótakmarkaða möguleika
- Gler fyrir styrk og öryggi
- Standard: 10 mm samlímt 55.1 glært öryggisgler (1B1)
- Sérstakt 12 mm samlímt 66.2 öryggisgler notað þar sem álagskröfur eru meiri