Svalagangar

Lokuð og örugg rými með stílhreinni álkerfislausn

Lokunarkerfi frá Álkerfi ehf. er hannað, smíðað og uppsett af okkar eigin teymi með áherslu á nákvæmni og gæði í hverju skrefi.

Allt efni í burðarvirki er framleitt eftir okkar ströngustu kröfum um útlit, efnisgæði og endingu. Við notum aðeins 10 mm samlímt 55.1 glært öryggisgler (1B1). Álhlutarnir eru málaðir í hvaða RAL lit sem er – þitt útlit, okkar kerfi.

Fallvarnir samkvæmt byggingarreglum

Fallvarnir eru hluti af hönnuninni – settar upp milli álpósta og svalagólfs, samkvæmt ákvæðum 6.4 kafla byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Prófanir og staðlar – fyrir öryggi og ábyrgð. Lokunarkerfið okkar er prófað og burðarreiknað samkvæmt eftirfarandi:

  • Burðarvirki og formbreytingar: Samkvæmt kafla 8.2 í byggingarreglugerð
  • Reyklosun: Samkvæmt ákvæðum 9.6 kafla
  • Efnisstyrkur: Að lágmarki 190 N/mm² (EN 755-2)
  • Vindálag: Hönnun byggir á grunnálagi 2,0 kN/m² og kerfið þolir ±3,3 kN/m²
  • Festingar: Standast togálag að lágmarki 9,7 kN


Fáðu tilboð