Nýstárlegar álkerfislausnir
fyrir nútíma byggingar
Hágæða álsvalakerfi, svalagangar, svalalokun og handrið fyrir allar gerðir bygginga
Þín sýn, okkar sérþekking – saman sköpum við niðurstöðuna

Álskálar
Smíðaðir úr álkerfis prófílum og hægt að velja úr fjölda RAL lita. Smíðaðir og settir upp af okkar teymi, hannaðir til að falla vel að útliti hússins.

Svalagangar
Lokunarkerfi frá Álkerfi ehf. er hannað, smíðað og uppsett af okkar eigin teymi með áherslu á nákvæmni og gæði í hverju skrefi.

Svalahandrið
Framleidd eftir íslenskri byggingarreglugerð, í mismunandi útfærslum og RAL litum, með sterkum og endingargóðum álprófílum.

Svalalokun
(Copal INFINITY, MODERN og CLASSIC) – sérhönnuð lausn með öryggisgleri og álprófílum sem verja svalir gegn veðri og veita aukna nýtingu útirýma allt árið.
Við aðstoðum þig við alla útfærslu
Hjá Álkerfi trúum við á að sameina styrk, fegurð og virkni í öllum okkar álkerfum. Vörurnar okkar eru hannaðar sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður, sem tryggir gæði, endingu og útlit fyrir bæði heimili og atvinnuhúsnæði.

Utanáliggjandi álsvalakerfi
Utanáliggjandi svalakerfi frá Álkerfi eru hönnuð fyrir íslenskar aðstæður með áherslu á styrk, öryggi og fagurfræði. Kerfin eru forsmíðuð, einföld í uppsetningu og afhent tilbúin beint úr kassanum. Þau falla vel að byggingarstíl hússins og má samhæfa við svalalokun og handrið úr sömu vörulínu.
Hagkvæm lausn handan við hornið
Við hjá Álkerfi tökum vel á móti þér – hvort sem verkefnið er lítið eða stórt. Við sérhæfum okkur í svalagöngum, álsvalakerfum, svalalokunum og handriðum sem henta öllum gerðum bygginga – frá fjölbýlishúsum og einbýlum til stærri mannvirkja.
Við vinnum náið með viðskiptavinum – einstaklingum, verktökum og hönnuðum – og aðstoðum við alla útfærslu frá hugmynd að uppsetningu.


Sterk og endingagóð kerfi
Við bjóðum álsvalakerfi, handrið og svalalokun sem standast íslenskar aðstæður – hvort sem er í vindum, rigningu eða kulda. Hágæða efni tryggja langlífi og lágmarks viðhald.

Falleg hönnun sem fellur vel að umhverfinu
Kerfin okkar eru hreinleg í útliti og henta öllum tegundum bygginga – frá klassískum fjölbýlishúsum til nútímalegra einbýla. Fagurfræðin fer aldrei fyrir ofan öryggið.

Einfaldar og sveiganlegar lausnir
Við gerum hlutina einfaldari. Hvort sem þú ert einstaklingur eða verktaki, færðu ráðgjöf og stuðning við útfærslu – frá fyrstu hugmynd að uppsetningu.
Spurt og svarað
Þú fyllir einfaldlega út tilboðsformið okkar með upplýsingum um verkefnið þitt. Sérfræðingur frá okkur mun hafa samband með sérsniðna lausn.
Við svörum yfirleitt öllum beiðnum innan 24 tíma virka daga. Stundum þurfum við auka upplýsingar til að ganga frá tilboði sem gæti lengt tímann eilítið, en við höfum samband innan 24 tíma á virkum dögum.
Vörurnar okkar eru smíðaðar úr hágæða áli og gleri sem er hannað til að standast íslenskt veðurfar.
Já, við bjóðum uppá fjölbreytt úrval lita úr RAL litakerfinu, stærðir og uppsetningar sem hentar þínu verkefni.
Já, við bjóðum uppá faglega uppsetningu um allt land